Regnboginn – opin í báða enda

Valhnetajúní 30, 2019

Leikföng eru allskonar og hafa þau ekki alltaf verið í þeirri mynd sem þau eru í dag. Hlutverk þeirra eru einnig margþætt og geta þau verið allt frá því að gleðja augað og til þess að hjálpa börnum að ná ákveðnum þroska. Ólík leikföng og mismunandi tegundir leikja örva ólíka þætti í þroska barna. Leikföng sem sögð eru opin í báða enda eru þau leikföng sem geta verið meira en bara eitt í einu. Hlutur sem að virkjar ímyndunarafl og sköpunargleði barnsins og þannig ákvarðast það með mismunandi börnum hvað hann er hverju sinni. Þau henta báðum kynjum og á öllum aldri. Það er oftar en ekki í höndum foreldra, ættingja og vina að velja leikföng fyrir þau yngstu þangað til að þau fara að hafa skoðanir á því hvað þau vilja leika sér með. Þegar valin eru leikföng fyrir börnin er ýmislegt sem þarf að hafa í huga.

Marglitir regnbogar sjást í barnaherbergjum um allan heim. Þeir bæði fanga augað og fá ímyndunaraflið til að reyka. Regnbogarnir sáust fyrst í þeirri mynd sem við þekkjum þá í dag árið 1996. Regnbogarnir voru hannaðir með það að meginmarkmiði að sköpunargleði og ímyndunaraflið fái að njóta sín og að þeir höfði til ólíkra aldurshópa. Regnboginn frá Raduga Grez samanstendur af 7 formbeygðum viðarplötum, sem eru bogalaga og hafa allar sitthvora stærðina og litinn. Viðarplöturnar eru málaðar með eiturefnalausri málningu og er ólakkaðar. Börns sem kynnast sama forminu í ólíkum stærðum og litum er þroskandi og víkkar sjóndeildarhringinn þeirra. Leikfangið er sáraeinfalt en einfaldleikinn hvetur þau til að halda áfram til að sjá hversu margar ólíkar útkomur er hægt að fá. Engin lokaútkoma er sú eina rétta og þannig er ekki keppst að því að fylgja mynd eða leiðbeiningum á kassa.

Fyrri frétt

Væntanlegt haustið 2019

Næsta frétt

Afhending