
Raduga Grëz 2020
Nýjustu vörurnar úr smiðju rússneska leikfangahönnuðarins Raduga Grëz eru mættar í vefverslun. Það jafnast ekkert á við þessi fallegu, handgerðu og tímalausu leikföng. Leikföng sem vaxa með barninu og erfast kynslóða á milli. Eins og framleiðandinn Raduga Grëz segir við foreldra “þú ert að kaupa leikföng handa barnabörnunum þínum”. Leyfum myndunum að tala og skyggnust inn í hugarheim hönnuðarins.









