GATHRE

Valhnetajúlí 2, 2020

Við kynnum til leiks glænýtt merki í litlu en sívaxandi búðina okkar. Gathre (borið fram: Gath-ur) er bandarískt merki í eigu vinkvenna. Ansi kunnuglegt ekki satt. Tvær konur sameinuðust og sköpuðu Gathre. Gathre framleiðir guðdómlegar hágæða leður- og veganleður mottur sem hafa endalausa möguleika. Motturnar urðu til þegar vinkonurnar urðu mæður. Troðfull dagskrá og rútína gerði það að verkum að þær þráðu að setjast niður með börnunum sínum í rólegheitum. En varð síðan svo miklu meira, snérist í rauninni um að skapa minningar. Tíminn stóð í stað og allir voru saman á einum stað á mottu á gólfinu að spila, leika, lesa eða gera ekki neitt.Sem er það sem heillaði okkur. Við erum alltaf að leita leiða til að auðvelda lífið, einfalda hlutina og finna vörur sem að endast en hafa líka marga notkunarmöguleika. Gathre framleiðir mottur í mörgum stærðum og vonandi getum við einn daginn verið með allar stærðir, gerðir og liti á lager. Motturnar er hægt að nota sem leikmottur, skiptidýnur, föndurmottur, skrifborðsmottur, jógadýnur, mottu í útileguna, lautarferðina og jafnvel sem dúk á borð og enn aðrir hengja þær upp á vegg. Möguleikarnir eru endalausir og það er það sem framtíðin ber í skauti sér.

Við vonum að þið verðið jafn ástfangin af Gathre og við.

Fyrri frétt

Raduga Grëz 2020

Næsta frétt

Main Sauvage