Main Sauvage

Valhnetamaí 28, 2021

Við kynnum til leiks franska merkið Main Sauvage sem nýjustu viðbótina við vöruflóruna í Valhnetu. Við leggjum mikla áherslu á að velja inn vörumerki sem henta viðskiptavinum okkar og uppfyllir ströng skilyrði. Næsta skref hjá okkur var að koma inn með merki fyrir lang yngstu börnin en leikföngin frá Main Sauvage má nota frá 0 daga. Saga Main Sauvage er ótrúlega skemmtileg en merkið er frá árinu 2015 og er nú í sölu í yfir 150 verslunum um allan heim. Valhneta er stolt af því að vera ein af þeim. Main Sauvage framleiðir falleg ungbarnaleikföng sem eru handprjónuð í Andesfjöllunum. Main Sauvage styður við samfélagslega ábyrga framleiðslu sem virðir réttindi manna og dýra. Vörurnar eru framleiddar við sanngjarnar aðstæður í Bólivíu þar sem konum sem hvorki kunna að lesa né skrifa er boðið upp á góða vinnuaðstöðu og sanngjarnar tekjur. Þetta samstöðuhagkerfi stuðlar að bættum kjörum fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Mjúk leikföng Main Sauvage eru framleidd úr mjúkri Alpaca ull og fyllt með endurunnum trefjum úr plastflöskum. Alpacaullin kemur úr litlu bændasamfélagi í Andesfjöllunum. Alpaca ull hefur verið notuð í áratugi í ungbarnaföt og aukahluti vegna mýktar hennar og endingar. Alpaca ull er ekki ofnæmisvaldandi því hún inniheldur ekki lanolin og pirrar því ekki viðkvæma húð barnsins.

Við byrjum með nýjustu vörur merkisins úr sumarlínunni og stækkum svo úrvalið sem á líður. Við vonum að þið munið elska Main Sauvage jafn mikið og við. Vörurnar eru fullkomnar í babyshower-, sængur- eða skírnargjöf. Vörurnar uppfylla allar okkar kröfur um öryggisstaðla og eru þau öll CE merkt og með EN71.1, EN71.2 og EN71.3 merkingu.

Fyrri frétt

GATHRE