Við kynnum til leiks glænýtt merki í litlu en sívaxandi búðina okkar. Gathre (borið fram: Gath-ur) er bandarískt merki í eigu vinkvenna. Ansi kunnuglegt ekki satt. Tvær konur sameinuðust og sköpuðu Gathre. Gathre framleiðir guðdómlegar hágæða leður- og veganleður mottur sem hafa endalausa möguleika. Motturnar urðu til þegar vinkonurnar urðu mæður. Troðfull dagskrá og rútína gerði það að verkum að þær þráðu að setjast niður með börnunum sínum í rólegheitum. En varð síðan svo miklu meira, snérist í rauninni um að skapa minningar. Tíminn stóð í stað og allir voru saman á einum stað á mottu á gólfinu að spila, leika, lesa eða gera ekki neitt.Sem er það sem heillaði okkur. Við erum alltaf að leita leiða til að auðvelda lífið, einfalda hlutina og finna vörur sem að endast en hafa líka marga notkunarmöguleika. Gathre framleiðir mottur í mörgum stærðum og vonandi getum við einn daginn verið með allar stærðir, gerðir og liti á lager. Motturnar er hægt að nota sem leikmottur, skiptidýnur, föndurmottur, skrifborðsmottur, jógadýnur, mottu í útileguna, lautarferðina og jafnvel sem dúk á borð og enn aðrir hengja þær upp á vegg. Möguleikarnir eru endalausir og það er það sem framtíðin ber í skauti sér.

Við vonum að þið verðið jafn ástfangin af Gathre og við.


Nýjustu vörurnar úr smiðju rússneska leikfangahönnuðarins Raduga Grëz eru mættar í vefverslun. Það jafnast ekkert á við þessi fallegu, handgerðu og tímalausu leikföng. Leikföng sem vaxa með barninu og erfast kynslóða á milli. Eins og framleiðandinn Raduga Grëz segir við foreldra “þú ert að kaupa leikföng handa barnabörnunum þínum”. Leyfum myndunum að tala og skyggnust inn í hugarheim hönnuðarins.

Villisveppir
Formturn og staflturn
Framandi ávaxtasalat
Óskasteinar
Óskaskel
Formturnar
Ævintýraskógur
Óskaregnbogi

Við eigum von á gullfallegum handgerðum viðarleikföngum frá breska merkinu Sarah & Bendrix á næstu dögum. Okkur hlakkar mikið til að kynna ykkur fyrir þessu dásamlega merki. Merkið framleiðir falleg viðarleikföng sem að eru bæði falleg í leik og í herberginu. Leikföngin hafa marga eiginleika og bjóða uppá skemmtilegan leik.

Montgomery
Ottó
Ottó

Við eigum von á fallegum handgerðum tréleikfangabílum frá Raduga Grëz. Allir innblásnir af ólíkum formum úr náttúrunni í fallegum litum sem henta hverjum sem er. Passa vel í litlar hendur og erfast á milli kynslóða.


Opinn efniviður er efni eða hlutur sem hefur ekki fyrirfram ákveðið hlutverk eða útkomu. Sem dæmi má nefna púsluspil sem eingöngu er hægt að púsla á einn veg. Það er hægt að nota opin efnivið á fjölbreyttan hátt og engin útkoma er sú eina rétta. Efniviðurinn sem börnin hafa í höndunum er hvetjandi, ýtir undir sköpunargáfu, ímyndunarafl og tjáningu þannig að hugmyndir barnanna njóta sín. Markmiðið með opnum efnivið er að öll börn fái að njóta sín á eigin forsendum, ekki er keppst um að ná loka útkomu á ákveðnum hraða, æfa skapandi og gagnrýna hugsun, efla samskipti og samvinnu.


Mikilvægt er að endurmeta og þróa leikefni reglulega. Leikefni þarf að vera hvetjandi og höfða til mismunandi skynjunar og örva börnin til rannsókna og kannana. Mikilvægt er að börn geti notað leikefni á fjölbreyttan hátt og byggt á reynslu sinni. Rými og efniviður þarf að vekja forvitni barna og ýta undir ímyndunarafl þeirra, sköpunarkraft og tjáningu þannig að hugmyndir þeirra njóti sín. Börn njóta sín þegar þau leika sér með opinn efnivið vegna allra þeirra möguleika sem hann hefur upp á að bjóða. Skapandi og sjálfsprottin tjáning barna með opinn efnivið eykur þeirra vellíðan. Með opnum efnivið dýpka börnin skilning sinn í gegnum upplifun við meðhöndlun á ólíkum efnivið. Leikefnið getur verið náttúrulegt eða framleitt. Með notkun opins efniviðar er ýtt undir ímyndun, sköpun og lausnamiðaða færni. Með notkun á opnum efnivið fær barnið frelsi til þess að velja og skapa en talið er að þá eflist sjálfstraust þeirra.


Vörur er bæði hægt að sækja til okkar í Garðabæ samkvæmt samkomulagi, fá sent heim að dyrum eða að sækja vöruna á næsta pósthús. Endilega hafið samband við okkur í gegnum netfangið okkar ef að þið kjósið að sækja vöruna til okkar: valhneta@valhneta.is, síma: 661-0971 eða í skilaboðum á einhverjum af okkar miðlum til að semja um afhendingartíma.

Pantanir sem eru póstsendar eru sendar með Íslandspósti. Þá gilda a fhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. 


Leikföng eru allskonar og hafa þau ekki alltaf verið í þeirri mynd sem þau eru í dag. Hlutverk þeirra eru einnig margþætt og geta þau verið allt frá því að gleðja augað og til þess að hjálpa börnum að ná ákveðnum þroska. Ólík leikföng og mismunandi tegundir leikja örva ólíka þætti í þroska barna. Leikföng sem sögð eru opin í báða enda eru þau leikföng sem geta verið meira en bara eitt í einu. Hlutur sem að virkjar ímyndunarafl og sköpunargleði barnsins og þannig ákvarðast það með mismunandi börnum hvað hann er hverju sinni. Þau henta báðum kynjum og á öllum aldri. Það er oftar en ekki í höndum foreldra, ættingja og vina að velja leikföng fyrir þau yngstu þangað til að þau fara að hafa skoðanir á því hvað þau vilja leika sér með. Þegar valin eru leikföng fyrir börnin er ýmislegt sem þarf að hafa í huga.

Marglitir regnbogar sjást í barnaherbergjum um allan heim. Þeir bæði fanga augað og fá ímyndunaraflið til að reyka. Regnbogarnir sáust fyrst í þeirri mynd sem við þekkjum þá í dag árið 1996. Regnbogarnir voru hannaðir með það að meginmarkmiði að sköpunargleði og ímyndunaraflið fái að njóta sín og að þeir höfði til ólíkra aldurshópa. Regnboginn frá Raduga Grez samanstendur af 7 formbeygðum viðarplötum, sem eru bogalaga og hafa allar sitthvora stærðina og litinn. Viðarplöturnar eru málaðar með eiturefnalausri málningu og er ólakkaðar. Börns sem kynnast sama forminu í ólíkum stærðum og litum er þroskandi og víkkar sjóndeildarhringinn þeirra. Leikfangið er sáraeinfalt en einfaldleikinn hvetur þau til að halda áfram til að sjá hversu margar ólíkar útkomur er hægt að fá. Engin lokaútkoma er sú eina rétta og þannig er ekki keppst að því að fylgja mynd eða leiðbeiningum á kassa.