Fyrir yngstu kynslóðina

Opinn efniviður

Tréleikföngin frá Raduga Grez eru draumum líkust. Fá leikföng í heiminum hafa tærnar þar sem Raduga Grez hefur hælana. Leikföngin eru hönnuð og framleidd á pínulitlu tréverkstæði í Rússlandi. Börn og foreldrar elska að leika með Raduga Grez og vaxa leikföngin með börnunum.

Seglar, segultöflur og vaxlitir

Farðu í ævintýraferð um heima og geima með seglunum frá Ma Cabane a Reves. Seglapakkarnir innihalda stóra og vandaða segla sem gera ferðalagið um himingeima ævintýralegt og spennandi. 100% vatnsheldir seglar og því ekkert því til fyrirstöðu að taka þá með sér í bað. Seglarnir eru búnir til úr 100% endurvinnanlegu efni og henta einstaklega vel 3 ára og eldri. Við pörum seglana og segultöflurnar alltaf með Kitpas vaxlitunum okkar því með þeim er hægt að lita á seglana, töflurnar og á gler.