Blómaturninn

8,990 kr.

Blómaturninn úr blómalínu Rússneska framleiðandans Raduga Grëz. Turninn samanstendur af 3 mismunandi löguðum viðarplötum, sem hafa allar sitthvora stærðina og litinn. Að leika með turninn þjálfar samhæfingu handa og augna. Fyrsta skref barna inn í stærðfræði og læra þau grunninn af rúmfræði með þessu frábæra og einfalda leikfangi. Turninn er sáraeinfaldur en einfaldleikinn hvetur börn til að halda áfram til að sjá hversu margar ólíkar útkomur er hægt að fá. Engin lokaútkoma er sú eina rétta og þannig er ekki keppst að því að fylgja mynd eða leiðbeiningum á kassa.

Turninn skal ekki setja í vatn og dugir rök tuska til að þrífa. Hver regnbogi er einstakur og eru því litir breytilegir. Turninn kemur í fallegum línpoka. Framleiddur í Rússlandi.

Til á lager