Forsala – Mannvirki byggingarsett

16,990 kr.

Hið stórglæsilega og eftirsótta Mannvirki byggingarsett frá rússneska framleiðandanum Raduga Grez kemur í takmörkuðu upplagi til okkar fyrir jólin. Fullkomin jólagjöf fyrir unga hönnuði. Byggingarsettið inniheldur 21 stóra mismunandi kubba til að hanna og byggja stórglæsileg mannvirki. Þetta stóra sett kemur til okkar í fallegum jarðlitum sem gerir mannvirkin sem sköpuð verða ævintýrilega skemmtileg. Settið er allt handgert og kemur í sérstökum viðarbakka með útlínum fyrir kubbana svo auðvelt og skemmtilegt er að ganga frá þeim eftir leik.

Viðurinn er málaður með eiturefnalausri málningu og er ólakkaður. Með kubbunum er hægt að byggja hvað sem er og geta börn skapað ævintýraveröld með kubbunum. Frábrugðnir öðrum kubbum vegna ólíkra forma sem gerir börnum kleift að byggja sín eigin mannvirki með tröppum, súlum, hurðaropum og fleiru. Engin útkoma er sú eina rétta og þannig er ekki keppst að þvi að fylgja mynd eða leiðbeiningum á kassa. Kubbasettið er ætlað 3 ára og eldri og er fullkomin afmælis- eða jólagjöf. Kubbana skal ekki setja í vatn, rök tuska dugir til að þrífa þau. Hvert Mannvirki er einstakt eru því litir breytilegir á milli setta. Framleitt í Rússlandi.

Viðskiptavinir fá Mannvirki byggingarsett afhent í lok nóvember. Tryggðu þér eintak í dag.

Frí heimsending

 

Ekki til á lager