UPPSELT

Bollastell í pastellitum

9,990 kr.

Handgert viðarbollastell frá rússneska framleiðandanum Raduga Grez. Börn læra í gegnum leik og líkja eftir daglegu lífi í leik. Teboð er klassísk leið til að æfa félagsfærni, kurteisi og umhyggju. Þetta fallega sett inniheldur tvo bolla, tvær undirskálar, tvær skeiðar, tvo sykurmola, sykurkar og tekönnu. Fallegar æðar viðsins skína í gegn og falleg áferð viðsins gerir settið virkilega eigulegt.

Settið kemur í lín poka og er málað með eiturefnalausri málningu og ólakkað. Hentar börnum 3 ára og eldri. Settið skal ekki setja í vatn, rök tuska dugir til að þrífa það. Hvert sett er einstakt og eru því litir breytilegir á milli setta. Framleitt í Rússlandi.

 

 

 

UPPSELT

Vakta vöru

Description