Valhneta

Valhneta.is er í eigu Þórunnar Ívarsdóttur. Það var búið að vera langþráður draumur að stofna netverslun og með fyrstu vörunum frá rússneska hágæða merkinu Raduga Grez varð draumur að veruleika. Sérvalin leikföng sem eru opin í báða enda, örva heilaþroska og virkja ímyndunaraflið. Smátt og smátt er markmiðið að stækka verslunina en einblína á að selja vörur úr náttúrulegum efnivið sem erfast á milli kynslóða. Valhneta stækkar ört og erum nú umboðsaðilar fyrir merkin Mimi & Lula, by Lille vilde, Mininor, Main Sauvage, Banwood og Ma Cabane a Reves.

Nafnið valhneta kemur úr náttúrunni, en hefur tvöfalda merkingu fyrir litla fyrirtækið okkar. Valhnotutréið táknar náttúrulega efniviðinn sem vörurnar sem við bjóðum upp á eru gerðar úr, og valhnetan hvernig þær stuðla að þroska barnsins. Ef valhneta er opnuð og tekin úr skelinni, lítur hún út ekki ósvipað og heili mannsins, og að borða valhnetur er einnig talið mjög gott fyrir heilastarfsemi.

Við erum staðsett í Vinastræti 6 – Valhneta er einungis netverslun.