Vöruflokkar

Seglar

Sarah & Bendrix

Regnbogar

Staflturnar

Kubbar

Eldhúsleikur

Öll börn elska þykjustunni leiki og hvað þá eldhúsleiki því hvað gerum við fullorðna fólkið alla daga og þau vilja herma. Þessi dásamlegu handgerðu tréleikföng frá Raduga Grez gera eldhúsleikinn enn skemmtilegri. Uppáhaldið okkar er þegar leikur verður síðan af skemmtilegum lærdóm og börn læra að þekkja ávexti og grænmeti sem þau jafna jafnvel aldrei smakkað.

Opinn efniviður

Opinn efniviður er efni eða hlutur sem hefur ekki fyrirfram ákveðið hlutverk eða útkomu. Efniviðurinn sem börnin hafa í höndunum er hvetjandi, ýtir undir sköpunargáfu, ímyndunarafl og tjáningu þannig að hugmyndir barnanna njóta sín. Markmiðið með opnum efnivið er að öll börn fái að njóta sín á eigin forsendum, ekki er keppst um að ná loka útkomu á ákveðnum hraða, æfa skapandi og gagnrýna hugsun, efla samskipti og samvinnu. Mikilvægt er að endurmeta og þróa leikefni reglulega. Leikefni þarf að vera hvetjandi og höfða til mismunandi skynjunar og örva börnin til rannsókna og kannana. Mikilvægt er að börn geti notað leikefni á fjölbreyttan hátt og byggt á reynslu sinni. Rými og efniviður þarf að vekja forvitni barna og ýta undir ímyndunarafl þeirra, sköpunarkraft og tjáningu þannig að hugmyndir þeirra njóti sín. Börn njóta sín þegar þau leika sér með opinn efnivið vegna allra þeirra möguleika sem hann hefur upp á að bjóða.

Leikmottur

Motturnar frá Gathre eru fullkomnar í barnaherbergið, á ferðinni og í sumarbústaðinn. Motturnar eru gerðar úr vatnsheldu leðurlíki og þess vegna geta allir leikir farið fram á mottunum. Við settum hér saman þær mottur sem að krökkunum finnst skemmtilegar. Klassískar bílamottur í nútímabúningu eða lærdómsmottur með heimskorti eða tölustöfum.

Diversity collection er lítil lína frá Raduga Grez sem saman sendur af örfáum vörum í húðlitum. Vörurnar í línunni eru vinsælustu vörurnar frá merkinu nema í húðlitum.

Staflanleg dýr

Staflanlegu dýrin frá Sarah & Bendrix eru ekki bara sæt heldur einnig lærdómur. Öllum börnum finnst gaman að raða hringjunum á mismunandi hátt. Við eigum till öll möguleg dýr og eru sífellt að koma nýjar og skemmtilegar útfærslur af þeim frá merkinu.

Mottur

Flower Collection 2020

Diversity Collection

Sérpantanir